*

Veiði 20. maí 2013

Spágildi síðasta sumars ekki endilega mikið

Mikil dýfa var í laxveiði síðasta sumar en fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun segir mikilvægt að fara varlega í allar spár.

Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, segir í samtali við Viðskiptablaðið að slök laxveiði síðasta sumar þurfi ekki endilega að hafa mikið spágildi fyrir það hvernig næsta sumar mun þróast. „Það verða kannski ekki stökkbreytingar en vonandi færist þetta upp á við,“ segir Sigurður en víða á landinu var veiðin 40-50% verri síðasta sumar en sumarið 2011.

„Eftir svæðum þá var það Austurlandið sem fór best út úr þessu. Það var svona 20% dýfa þar á meðan það var 40-50% víða annars staðar,“ segir Sigurður en þetta ástand hafði áhrif á laxveiðiár hringinn í kringum landið. Að sögn Sigurðar var veiðin svo dræm að hún var í svipuðum dúr og verstu tímabil sem eru sögulega þekkt. Svipað ástand var síðast uppi í kringum 1980.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.