*

Tölvur & tækni 30. apríl 2015

Spámaðurinn Bill Gates

Framtíðarspár Bill Gates frá árinu 1999 eru óhugnanlega líkar raunveruleikanum í dag.

Árið 1999 skrifaði Bill Gates bókina Business @ the Speed of Thought, í bókinni spáði Gates fyrir um 15 hluti um framtíðina sem hljómuðu mjög fjarstæðukenndar á þeim tíma en hafa flestar ræst. Business Insider tók saman spár Gates og bar þær saman við raunveruleikan.

1. Verðsamanburðarsíður

Gates spáði fyrir um að þjónusta yrði í boði sem bæri saman verð á vöru þannig að það yrði auðvelt að finna ódýrustu vöruna. 

Í dag getur maður auðveldlega leitað að vöru á Google og Amazon og fengið mismunandi verð fyrir sömu vöru. Síður eins og NexTag og PriceGrabber voru sérstaklega hannaðar til verðsamanburðar.

2. Snjallsímar

Gates spáði því að fólki gæti verið með smátæki sem það gæti nýtt til að vera stöðugt í sambandi og stunda rafræn viðskipti hvar sem það væri. Það gæti skoðað fréttirnar, flug sem það hafði bókað, fengið upplýsingar um fjármálamarkaði, og gert eiginlega allt með þessum tækjum.

Eins og við sjáum geta snjallsímar og snjallúr í dag gert þetta allt saman í dag.

3. Greiðslur samstundis á netinu og betri heilbrigðisþjónusta á netinu

Gates spáði því að fólk myndi borga reikninga og sjá um fjármálin á netinu og getað talað við lækna á netinu.

Tæknin hefur ekki breytt heilbrigðiskerfinu mjög mikið hins vegar eru síður eins og ZocDoc í Bandaríkjunum sem gera manni auðveldara fyrir að finna lækni og bóka tíma. Í dag er hægt að fá lánaða peninga á netinu í gegnum síður eins og Lending Club og borga auðveldlega meða PayPal og Venmo. 

4. Aðstoðarmenn og internet hlutanna

Gates spáði því að persónulegir félagar yrði þróaðir þar sem hægt væri að tengja saman öll tæki á heimilinu og í vinnunni og að leyfa þeim að senda gögn á milli. Félagarnir gætu skoðað tölvupósta eða tilkynningar og sýna notendanum upplýsingarnar sem hann þurfti. Þú gætir sagt honum hvaða uppskrift þú vildir elda þegar þú værir að versla inn og hann myndi setja saman lista yfir það sem þú þyrftir að kaupa. 

Í dag er Google Now, sjallaðstoðarforrit sem keyrir á farsímum að byrja að komast í þessa átt. Nest tekur saman gögn og aðlagar hitan í húsinu að því sem maður er að gera og Beacons sendir manni afsláttarmiða byggða á fyrri innkaupum. 

5. Heimilisöryggismyndavélar í gegnum netið

Gates spáði fyrir að það yrði algeng í framtíðinni að vera með upptökutæki sem sýndi í gegnum netið hver væri að koma að húsinu manns á meðan maður væri ekki heima.

Í dag býður Dropcam upp á öryggismyndavélar sem gera manni auðveldara fyrir að fylgjast með húsinu sínu. Google keypti fyrirtækið árið 2014. 

6. Samskiptamiðlar

Gates spáði að einkasíður yrðu algengar fyrir fjölskyldu og vini til að spjalla og skipuleggja hittinga. 

Í dag er hægt að gera þetta í gegnum samskiptamiðlana Facebook og Instagram.

7. Sjálfvirk tilboð

Gates spáði fyrir um hugbúnað sem myndi vita þegar maður væri búinn að bóka ferð og notaði þær upplýsinga til að stinga upp á því sem hægt væri að gera á áfangastaðnum auk þess að bjóða tilboð á því sem maður vill gera á staðnum.

Í dag bjóða ferðasíður eins og Expedia og Kayap upp á tilboð byggða á kaupum. Google og Facebook auglýsingar bjóða líka upp á tilboð sem eru miðuð við staðsetningu og áhugamál notendans.

8. Íþróttaspjallsíður samstundis

Gates spáði því að þjónusta yrði í boði til að spjalla samstundis á meðan maður væri að horfa á íþróttir í sjónvarpinu og einnig yrði hægt að veðja á hvern maður héldi að myndi vinna. 

Í dag bjóða fullt af samskiptamiðlum upp á þetta, Twitter er þar í framsta flokki. Einnig er hægt að skilja eftir athugasemdir samstundis á íþróttasíðum eins og ESPN.

9. Snjallauglýsingar

Gates spáði því að tæki yrðu með snjallauglýsingum. Þau munu þekkja fyrri kaup notendans og auglýsa vörur samkvæmt því.

Í dag miða flestar auglýsingar á netinu sér að fyrri kaupum og áhugamálum notenda.

10. Hlekkir á síður í beinni útsendingu

Gates spáði fyrir um að í sjónvarpinu myndu birtast hlekkir á vefsíður sem tengdust því sem maður væri að horfa á. 

Í dag eru flestir íþróttaleikir með auglýsingar sem eru með hlekki á sérstakar síður.

11. Spjallsíður

Gates spáði því að íbúar í borgum og löndum gætu spjallað á netinu um ýmis mál sem tengust þeim, meðal annars pólitík, skipulagningu borgarinnar og öryggi.

Í dag eru flestar fréttasíður með kommentakerfi þar sem fólk getur spjallað samstundis, einnig eru margar síður með sérstök spjallborð þar sem fólk getur spurt spurninga eða svarað þeim. Twitter og Facebook spiluðu meðal annars lykilhlutverk í pólitískum byltingum í Líbýu, Egyptalandi og Túnis. 

12. Síður byggðar á áhugamálum

Gates spáði því að netsamfélög myndu ekki byggjast á staðsetningu, heldur á áhugamálum fólks. 

Í dag eru alls kyns fréttasíður og netsamfélög sem einbeita sér að einstökum áhugasviðum.

13. Verkefnastjórnunar hugbúnaður

Gates spáði því að verkefnastjórnendur gæti farið á netið, útskýrt verkefnið og fengið meðmæli um hvaða hæfa fólk væri laust til að sinna verkefninu.

Í dag er fullt af hugbúnaði sem hefur gjörbreytt því hvernig fólk er ráðið, hvernig teymi myndast og hvernig fólki eru gefin verkefni.

14. Ráðningar á netinu

Gates spáði því einnig að fólk gæti fundið vinnur á netinu með því að segja frá áhuga sínum, þörfum og þekkingu.

Í dag eru síður eins og LinkedIn sem gera notendum kleift að setja æviágrip sitt á netið og finna störf byggð á sínum áhugasviðum og þörfum. Vinnuveitendur geta einnig leitað að sérstakri þekkingu.

15. Viðskiptasamfélags hugbúnaður

Gates spáði því að fyrirtæki gætu boðið í störfeftir því hvort þeir væru að leita að fólki í byggingavinnu, kvikmyndagerð eða í auglýsingagerð. Þetta væri gott fyrir stór fyrirtæki sem vilja ráða í vinnu sem þau þurfa ekki venjulega á að halda, og fyrir fyrirtæki sem eru ekki með samning fyrir ákveðna þjónustu.

Í dag er fullt af svona hugbúnaði í boði þar sem notendur geta haft samband við fyrirtæki og hafið samræður sem geta leitt til stærri verkefna, allt með snjallsímaforriti.

Stikkorð: Bill Gates  • tækni  • Framtíðin