*

Ferðalög & útivist 26. júlí 2013

Spánn vinsælasti sumarleyfisstaðurinn hjá Bretum

Spánn nýtur vinsælda á meðal Breta en vegna hitabylgjunnar í sumar í Bretlandi kjósa margir að ferðast innanlands.

Spánn, þar með talið Mæjorka og Tenerife, er vinsælasta landið á meðal ferðamanna frá Bretlandi.

Önnur vinsæl lönd hjá Bretum eru Grikkland, Tyrkland og Túnis. Það eru ferðamannasamtökin Abta sem stóðu fyrir könnuninni. The Telegraph segir frá málinu á vefsíðu sinni.

Svokölluð „Staycations“ eða þegar fólk fer í frí í heimalandi sínu, hafa líka aukist vegna hitabylgjunnar sem er nánast búin að vera í allt sumar í Bretlandi.

Blackpool, Brighton og Bournemouth í Bretlandi hafa allir fundið fyrir mikilli aukningu ferðamanna það sem af er sumri.

Stikkorð: Sumarfrí  • Bretland  • Spánn  • bretar  • Spánn