*

Ferðalög & útivist 16. júlí 2013

Sparaðu fé og deildu hótelherbergi með ókunnugum

Vefsíða hjálpar einhleypum ferðalöngum að spara en með hjálp hennar geta þeir parað sig saman og deilt hótelherbergi.

Vefsíðan Easynet.com hjálpar einhleypu fólki að spara pening á ferðalögum. Og það með því að deila hótelherbergi. Fólk er hvatt til að stofna prófíl á síðunni og setja inn upplýsingar um ferðatilhögun. Þannig geta einhleypir eða stakir ferðalangar parað sig saman og deilt hótelkostnaði.

Áður en fólk ákveður að vera saman í herbergi getur það skoðað prófíla hver annars og skipst á skilaboðum áður en þeir ákveða að deila herbergi.

Vefsíðan segir þetta ekki bara praktískt og heppilegt fyrir einhleypt fólk heldur einnig frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki og víkka sjóndeildarhringinn. 

The Telegraph segir nánar frá málinu hér

Stikkorð: Hótelherbergi  • Ferðalög  • Sparnaður  • Einhleypir