*

Bílar 31. maí 2013

Sparaksturskeppni og bílasýningar

Um helgina verða nokkrar bílasýningar á vegum Heklu, Hölds og Kia víðs vegar um landið.

Árleg sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fer fram á í dag. Rásmarkið er á bensínstöð Atlantsolíu við Húsgagnahöllina, Bíldshöfða. Þaðan verða svo bílarnir ræstir einn af öðrum með tveggja mín. millibili. 24 fólksbílar eru skráðir til keppni.

Keppnisleiðin að þessu sinni er frá Reykjavík til Akureyrar með hálftíma hvíldarhléi að Gauksmýri í Húnaþingi. Ökuleiðin er 381,6 km og verða keppendur að ljúka henni á fimm klst. og 10 mín að meðtöldu hálftíma hvíldarhléi að Gauksmýri. Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu er að þessu ætlað að vekja athygli á ferðalögum Íslendinga um eigið land og sýna fram á það að með yfirveguðu og góðu aksturslagi er hægt að komast ansi langt á eldsneytislítranum.

Audi og Kia með bílasýningar

Um helgina verður Audi Quattro-bílasýning á Akureyri, á vegum Heklu og Hölds. Meðal sýningarbíla verða Audi A6 Allroad, A7 Quattro, Q3 Quattro og Q5 Quattro.

Quattro er nafn á Audi-fjórhjóladrifskerfi og hefur það verið notað í fólksbíla, rallbíla og nú síðast jepplinga síðan 1980. Sýningin fer fram hjá Höldi laugardaginn 1. júní frá kl. 12-16. Boðið verður upp á grillaðar pylsur, gos og kaffi.

Þá heldur Kia áfram sýningarferð um landið og slær upp bílasýningum hjá K. Steinarssyni í Keflavík á föstudag kl. 11 og á Bílasölu Selfoss á laugardag kl. 12. Til sýnis verða Kia Sorento, Sportage, Rio, cee‘d og nýi margnotabíllinn Carens.

Stikkorð: Audi  • Hekla  • Kia  • Höldur  • Bílasýningar  • Sparaksturskeppni