*

Bílar 11. september 2012

Spariútgáfa af sportbílnum Peugeot RCZ

Franski bílaframleiðandinn Peugot hefur svipt hulunni af sportbílnum RCZ. Aðeins 200 stykki verða framleidd.

Róbert Róbertsson

Peugeot hefur sett nýja útgáfu af sportbílnum RCZ á markað í svokallaðri Limited-útgáfu sem eins og nafnið gefur til kynna verður í takmörkuðu upplagi. Einungis 200 slíkir bílar verða framleiddir af franska bílaframleiðandanum. Nýja útgáfan af sportbíllinnum er boðinn með mun meira aukabúnaði en áður og kemur auk þess í fjórum nýjum litum.

Meðal aukabúnaðar má nefna nefna 19 tommu felgur, sérstök sportsæti, xenon ljós, leiðsögukerfi, JBL hljómkerfi og margt fleira.Vélarnar eru frá 155 hestöflum upp í 200 hestöfl. Einnig verður togmikil dísilvél sem skilar 163 hestöflum. Líklega verður nokkuð hörð barátta um þessi 200 eintök þar sem Peugeot RCZ hefur verið vinsæll og þá sérstaklega í heimalandinu Frakklandi.

Stikkorð: Peugot RCZ