*

Sport & peningar 14. september 2013

Spennan magnast fyrir körfuboltann

Stærsti hvalrekinn á fjörur íslensku körfuboltaliðanna er heimkoma Pavels Ermolinskij til KR.

Íslensku körfuboltaliðin eru byrjuð að undirbúa sig fyrir veturinn og eru farin að fá til sín sterka leikmenn, innlenda sem erlenda.

Einn stærsti hvalrekinn er án efa heimkoma Pavels Ermolinskij í KR. Þá er hinn árlegi viðburðurhafinn þar sem liðin tilkynna hvaða Kanar muni spila með þeim á komandi vetri og verður spennandi að sjá hvernig þeim mun vegna.

Stikkorð: Körfubolti  • Pavel Ermolinskij  • KR