*

Bílar 26. nóvember 2012

Spennandi 208 GTi

Franski bílaframleiðandinn Peugeot kemur með kraftmikinn sex gíra bíl næsta vor.

Loksins kemur franski bílaframleiðandinn Peugeot með hugsanlegan arftaka 205 GTi bílsins sem var gríðarlega skemmtilegur og kraftmikill. Nýi Peugeot 208 GTi-bíllinn er heilum 165 kílóum léttari er forveri hans, 207 GTi.

Vélin í þessum nýja bíl er 1,6 l með túrbínu og skilar 197 hestöflum, 22 meira en 207 GTi. Með henni kemst hann í hundraðið á innan við 7 sekúndum.

Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu og með miklu stífari fjöðrun en venjulegur 208-bíll. Peugeot 208 GTi kemur á markað næsta vor.

Stikkorð: Peugeot 205 GTi