
Loksins kemur franski bílaframleiðandinn Peugeot með hugsanlegan arftaka 205 GTi bílsins sem var gríðarlega skemmtilegur og kraftmikill. Nýi Peugeot 208 GTi-bíllinn er heilum 165 kílóum léttari er forveri hans, 207 GTi.
Vélin í þessum nýja bíl er 1,6 l með túrbínu og skilar 197 hestöflum, 22 meira en 207 GTi. Með henni kemst hann í hundraðið á innan við 7 sekúndum.
Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu og með miklu stífari fjöðrun en venjulegur 208-bíll. Peugeot 208 GTi kemur á markað næsta vor.