*

Bílar 26. janúar 2013

Spennandi CLA-Class

Hönnunin á nýja Benzinum þykir sportleg og afar vel heppnuð.

Mercedes-Benz kynnti á dögunum til leiks glænýjan bíl CLA-Class sem er fjögurra dyra sportlegur bíll hannaður sem coupé og verður í boði með 4MATIC fjórhjóladrifi ásamt miklum búnaði. Hönnunin er sportleg og og þykir afar vel heppnuð. Kraftmikið grillið að framan lítur út fyrir að vera alsett demöntum. Bíllinn verður einnig fáanlegur með glæsilegu panomaric glerþaki.

CLA verður með lægstu loftmótstöðu sem um getur í bíl eða 0.22 Cd. CLA-Class verður boðinn með ýmsum bensín- og díselvélum og má nefna kraftmikla díselútgáfu sem skilar 170 hestöflum og 350 NM í togi en á sama tíma er koltvísýringslosunin aðeins 109 g/km. Kraftmesta útfærslan CLA 250 verður gríðarlega öflug með 211 hestafla vél.

Stikkorð: Mercedes Benz  • CLA-Class