*

Bílar 27. júlí 2013

Spennandi Ford Focus

Nýja útgáfan af Ford Focus þykir spennandi en bíllinn verður með tveggja lítra EcoBoost vél.

Róbert Róbertsson

ST útgáfan af Ford Focus hefur valdið spenningi þótt ekki liggi fyrir hvenær hann kemur á markað hér á landi.

ST stendur fyrir Sport Technologies og býður upp á aukna breidd tækni og afls í þessum vinsæla bíl. ST bíllinn er með tveggja lítra EcoBoost vél sem nýlega fékk sérstaka viðurkenningu og mun skila 252 hestöflum.

Að ná slíku afli úr fjögurra sílindra vél er stórgóður árangur hjá Ford. Bíllinn verður boðinn með 6 gíra beinskiptingu en hann er aðeins 15 sekúndur að ná hámarks togi út úr vélinni.

Stikkorð: Ford Focus