
Gríðarlega mörg og spennandi hótel munu opna á árinu sem nú gengur í garð. The Telegraph tók saman þau hótel sem þykja áhugaverðust.
Fyrsta hótelið í Raffles keðjunni opnar í Istanbúl í Tyrklandi í sumar. Hótelið verður staðsett á svæði sem kallast Zorlu Center en þar verða, íbúðir, verslanir og aðstaða fyrir tónleika. Á hótelinu verða 181 herbergi, samkomusalur fyrir 1200 manns, veitingastaðir, barir, sundlaugar og þyrluflugpallur. Heilsulindin á hótelinu verður sú stærsta í borginni þegar hótelið opnar.
Anantara Doha Island Resort & Spa opnar í Katar í sumar. Á hótelinu eru 141 herbergi, fjórar sundlaugar, veitingastaðir, golfvöllur og bíó.
Alila Jabal Akhdar opnar í Oman á næstu vikum. Hótelið er mjög óvenjulegt en það er í miðjum Al Hajar fjallgarðinum í 2000 metra hæð yfir sjávarmáli. Útsýnið úr hótelinu er yfir stórt gil. Á hótelinu verða 86 svítur og villur, heilsulind ásamt inni- og útisundlaugum.
Hér má sjá önnur hótel sem opna á árinu og eru spennandi að mati The Telegraph.