*

Ferðalög & útivist 5. febrúar 2014

Spennandi staðir sem fáir heimsækja

Vesen með vegabréfsáritanir og pólitískur óstöðugleiki eru á meðal ástæðna fyrir því að fáir ferðamenn heimsækja löndin hér að neðan.

 Löndin á listanum hér að neðan hafa allt til að bera til að vera hin vinsælustu ferðamannalönd. Pólitískur óstöðugleiki, staðsetning, strangar reglur varðandi vegabréfsáritanir og verðlag gera það hins vegar að verkum að fáir ferðamenn sækja löndin heim. 

Tuvalu er dæmi um land sem fær ótrúlega fáar heimsóknir ferðamanna miðað við hvað landið þykir spennandi. Staðsetningin útskýrir kannski ýmislegt en eyjan er staðsett í miðju Kyrrahafinu og er pínulítil eða á stærð við Vatíkanið. Árið 2011 voru skráðar 1200 heimsóknir til Tuvalu sem gerir Tuvalu það land í heiminum sem fær fæstar heimsóknir ferðamanna. 

Önnur lönd sem þykja áhugaverð og vel þess virði að heimsækja en virðast þó ekki trekkja ferðamenn að eru: 

  • Indland
  • Filippseyjar
  • Bhutan
  • Brasilía
  • Grikkland
  • Japan
  • Nýja Sjáland
  • Simbabve
  • Bosnía Herzegóvína

Sjá nánar á The Telegraph. 

Stikkorð: Ferðamenn  • Ferðamannaiðnaður  • Vesen