*

Menning & listir 16. maí 2013

Spennutryllir fyrir sumarið í búðir í dag

Hún er horfin er skáldsaga sem farið hefur sigurför um heiminn. Hún kemur út í íslenskri þýðingu í dag.

Sálfræðitryllirinn Hún er horfin eftir Gillian Flynn kemur út í íslenskri þýðingu í dag. Bjarni Jónsson þýddi bókina og Bjartur gefur hana út. 

Bókin, sem kom út í Bandaríkjunum 2012, hefur farið sigurför um heiminn. Á þriðju milljón eintaka hafa selst og situr bókin á fjölmörgum metsölulistum.

Hún er horfin segir frá Nick og Amy sem eiga fimm ára brúðkaupsafmæli. Búið er að pakka inn gjöfum og panta borð fyrir kvöldið þegar hin eldklára og fagra eiginkona hverfur sporlaust af heimili þeirra. Lögreglan veit ekki sitt rjúkandi ráð og hvarfið vekur mikla athygli fjölmiðla enda kemur í ljós að Nick og Amy voru ekki jafn hamingjusöm og þau vildu vera láta.

Bókin var valin bók ársins hjá Barnes & Noble 2012 og ein af 10 bestu bókum ársins hjá The New York Times. Reese Witherspoon framleiðir kvikmynd byggða á sögunni.

Stikkorð: Bjartur  • Gillian Flynn  • Bókmenntir