*

Bílar 5. júlí 2012

Spítalinn sparar hálfa milljón með Toyota Yaris Hybrid

Flutningadeild Landspítala fékk nýverið fyrsta Toyota Yaris Hybrid bílinn sem seldur er til fyrirtækis hér á landi.

Flutningadeild Landspítala fékk nýverið fyrsta Toyota Yaris Hybrid bílinn sem seldur er til fyrirtækis hér á landi. Hann verður notaður í daglegar sendiferðir um allt höfuðborgarsvæðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum.

Bílnum sem áður hefur verið notaður í þessar sendiferðir hefur verið ekið frá morgni til kvölds, um 100 kílómetra á dag, alla daga ársins og hefur hann komið við á um 25 stöðum. Í tilkynningu spítalans segir að áætlað sé að með notkun þessa nýja bíls takist að lækka eldsneytiskostnað um 450-500 þúsund krónur á ári og minnka losun koltvísýrings verulega.

Viðskiptablaðið fjallaði nýverið um Toyota Yaris Hybrid en ekki er langt síðan bíllinn var kynntur til leiks. Umfjöllun um bílinn má lesa hér