*

Bílar 17. maí 2013

Sportbíll fyrir egóista

Í nýjum sportbíl Lamborghini er aðeins eitt sæti og er því bíllinn hannaður fyrir þá allra sjálfumglöðustu.

Róbert Róbertsson

Sportbílar eru eki sérlega praktískir yfirleitt með tvö sæti og afar lítið farangurssrými. Lamborghini ætlar að fara enn lengra og hefur hannar sportbíl fyrir sjálfumglaða því hann er bara með einu sæti þ.e. fyrir ökumanninn og engan annan. Sportbíllinn ber nafn með rentu - Lamborghini Egoista. Bíllinn er framleiddur af því tilefni að ítalska sportbílafyrirtækið heldur upp á 50 ára afmæli á þessu ári. Egoista var kynntur í einkasamkvæmi starfsfólks Lamborghini á dögunum.

Egoista er með 5,2 lítra og 10 strokka vél sem skilar 600 hestöflum. Innblástur við smíði bílsins var fengin frá Apache þyrlunni og innviðir og stjórntæki bílsins eru mikið í ætt við flugstjórnarklefa í herþotum. Líklegt má telja að þetta verði eina eintakið af Egoista, en ítalska sportbílafyrirtækið hefur engin áform um fjöldaframleiðslu hans. Lamborghini er sem kunnugt er í eigu Audi, sem aftur er í eigu Volkswagen.