
Subaru XV var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Sjanghæ í fyrravor og frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt síðasta haust. XV er verðugur fulltrúi japanska bílaframleiðandans og hefur alla burði til að standa sig í ört stækkandi sportjeppaflórunni. Subaru hefur alltaf verið þekkt fyrir gæði og áreiðanleika. Bílarnir hafa yfirleitt reynst vel við íslenskar aðstæður, ekki síst vegna fjórhjóladrifsins sem á móti hefur valdið því að eyðslutölur hafa alltaf verið í hærra lagi í Subaru bílum.
Hins vegar hafa bílarnir að mínu mati ekki verið nógu spennandi í hönnun. XV sportjeppinn markar ákveðin tímamót hjá japanska bílaframleiðandanum hvað varðar nútímalegra útlit og eyðslugrennri vélar en áður. XV sportjeppinn er nokkuð vel heppnaður í hönnun og Subaru þurfti að mínu mati sannarlega á yfirhalningu að halda á þessu sviði. Töffaralegir brettakantarnir og 17 tommu álfelgurnar gera mikið fyrir bílinn. Álfelgurnar eru sérstaklega flottar og skora aukalega.
Róbert Róbertsson fjallar um bílinn í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.