*

Bílar 26. janúar 2013

Sportlegri og skemmtilegri Auris

Nýr Auris var tekinn í reynsluakstur í Lissabon og nágrenni á dögunum og stóð sig prýðilega heilt yfir.

Róbert Róbertsson

Ný kynslóð af Toyota Auris var kynnt til sögunnar á dögunum og er um að ræða mjög breytta útgáfu af bílnum sem fylgir eftir nýrri og framúrstefnulegri hönnunarstefnu Toyota. Þannig kemur nýr Auris fram á sjónarsviðið djarfari og sportlegri en forverinn sem mér fannst ekki nógu spennandi. Lögð hefur verið áhersla á sportlegt útlit sem hefur tekist prýðilega.

Bíllinn er eins og áður segir sportlegri í hönnun og ásýnd því hann er 55 millimetrum lægri en forverinn og með nýja framendanum er hann djarfari. Línurnar eru heilt yfir laglegar og afturendinn minnir mig á Lexusbíl. Hann á ekki langt að sækja þann ættarsvip þar sem Lexus er lúxusarmur Toyota. Bíllinn hefur einnig breyst til hins betra í aksturseiginleikum og er allur þéttari og skemmtilegri í akstri en forverinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Toyota Auris