*

Bílar 8. september 2015

Sportlegri Vitara

Nýr Suzuki Vit­ara var kynntur hér á landi um síðustu helgi en rúmlega 25 ár eru síðan Vitara kom fyrst á markað

Vitara hefur verið vinsæll á Íslandi enda þykir hann hafa góða akstursgetu sem hentar vel íslenskum aðstæðum. Nýr Vitara er búinn há­tækni­væddu 4WD All­grip fjór­hjóla­drifs­kerfi sem býður upp á fjór­ar mis­mun­andi still­ing­ar þ.e. sjálf­virka still­ingu, sport­still­ingu, snjóstill­ingu og driflæs­ingu. Það sem ein­kenn­ir nýja jepp­ann er sport­legri hönn­un yf­ir­bygg­ing­ar og meiri létt­leiki en var í forveranum.

Vitara kemur nú ríkulegra búinn en áður og m.a. má þar nefna bakk­mynda­vél, hraðastilli með aðlög­un sem á sjálf­virk­an hátt still­ir af fjar­lægð að næsta bíl á und­an og brekku­vara sem auðveld­ar öku­manni að taka af stað upp brekk­ur.

Nýr Vit­ara er hlaðinn tækni­búnaði. Fyr­ir miðju mæla­borðs er hágæða, sjö tommu snerti­skjár með Mirr­orlink snjallsíma­teng­ingu. Þá er bíll­inn auk þess fá­an­leg­ur með leiðsögu­kerfi, akst­ur­s­kerfi og öfl­ugu hljóm­kerfi með sta­f­rænu út­varpi. Vit­ara stát­ar af leður­klæddu fjölaðgerðastýri með stjórn­rof­um fyr­ir hraðastilli, akst­urstölvu, hljóm­tæki, síma og fleira. 

Stikkorð: Vitara