*

Bílar 5. júní 2012

Sportlegur A-Class - myndband

Nýjasti bíllinn úr verksmiðju Mercedes Benz hefur vakið mikla athygli.

Nýr Mercedes-Benz A-Class var kynntur á bílasýningunni í Genf í mars en þessi nýja kynslóð bílsins er mikið breytt frá fyrri gerð hvað varðar hönnun og aksturseiginleika.

Bíllinn hefur vakið mikla athygli nú þegar fyrir fagurlega hönnun að innan jafnt sem utan og þykir hann mjög sportlegur.

Nýjar bensín- og dísilvélar verða í boði í nýjum A-Class sem eru afkastamiklar en einnig eyðslugrannar og umhverfismildar. Þannig verður koltvísýringslosunin aðeins um 99 g/ km í umhverfismildustu vélinni. Mercedes-Benz setur ný viðmið í tæknibúnaði með A Class en þar verður m.a. aðgengi fyrir snjallsíma. Ökumaður og farþegar geta því tengt iPhone-síma við tæknibúnað bílsins og nýtt möguleika hans til fulls.

Hér að neðan má skoða nokkrar myndir af bílnum auk myndbands af bílasýningunni í Genf.