*

Bílar 28. mars 2019

Sportlegur Mazda 3

Bíllinn er sportlegur í hönnun að utan með flæðandi línur og töff ljósabúnað.

Nýr Mazda 3 verður frumsýndur hér á landi nk. laugardag. Um er að ræða nýja kynslóð þessa netta og sportlega fólksbíls úr smiðju japanska bílaframleiðandans.

Ný kynslóð Mazda3 er búinn SkyActiv bíltækninni. Mazda SKYACTIV-G bensínvélin frá Mazda er prýðilega kraftmikil og sparneytin og fæst með þýðri sjálfskiptingu sem gerir aksturinn bæði einfaldan og hagkvæman.

Nýjasta SKYACTIV tækni Mazda ásamt 24 volta hybrid kerfinu (Mild Hybrid) skilar fínum afköstum. M-Hybdrid kerfið er alsjálfvirkt en það nýtir hreyfiorkuna sem verður til við hemlun og nýtir hana þegar á meiri orku þarf á að halda eins og  t.d við að ná auknu afli við upptak eða framúrakstur.

Bíllinn er sportlegur í hönnun að utan með flæðandi línur og töff ljósabúnað. Margvísleg önnur natni hefur verið lögð við smáatriði sem gefa bílnum laglegt útlit. Innanrýmið hefur breyst talsvert. Nýtt stafrænt mælaborð auðveldar aksturinn ásamt uppfærðum 8,8" skjánum sem er vel staðsettur til að trufla ekki aksturinn. Samskiptatæknin Mazda-Connect hefur verið endurhönnuð og er nú hraðvirkari og hjálpar þér að fylgjast með umferðinni. Bose hljómtækin skila góðum hljómi með tólf hátölurum sem eru staðsettir á úthugsuðum stöðum í farþegarýminu. Apple CarPlay, Android Auto og GPS vegaleiðsögn eru staðalbúnaður í nýjum Mazda 3.

Mazda hefur lýst því yfir að markmið verkfræðinga framleiðandans sé að gera mann og bíl að einu við aksturinn en á japönsku útleggst það sem Jinba Ittai, forn japönsk hugmyndafræði, eða "maður og hestur verða eitt". Nýr Mazda 3 verður frumsýndur hjá Brimborg á laugardaginn í Reykjavík og Akureyri kl. 12-16.

Stikkorð: 3  • Mazda