*

Bílar 15. maí 2014

Sportlegur og kraftmikill Kia cee‘d GT

Kia cee´d GT er sportútfágan af metsölubíl suður-kóreska bílaframleiðandans Kia cee‘d.

Tveir nýir og laglegir Kia bílar voru frumsýndir hjá Bílaumboðinu Öskju um síðustu helgi. Um er að ræða nýja Kia cee‘d GT og Kia Optima sem fengið hefur andlitslyftingu. 

Kia cee´d GT er sportútfágan af metsölubíl suður-kóreska bílaframleiðandans Kia cee‘d, sem selst hefur mjög vel hér á landi. Kia Cee‘d GT er sportlegur og aflmikill bíll með 1,6 lítra bensínvél með túrbínu og 204 hestöfl. Togið í  Kia cee´d GT er 265 Nm og hann er aðeins 7,7 sekúndur í hundraðið. Þrátt fyrir mikið afl er vélin sparneytin og umhverfismild. Kia cee‘d GT skartar 18 tommu álfelgum, glerþaki, LCD sportmælaborði, Recaro sætum, fótstigum úr áli, LED ljósum, tvöföldu pústkerfi og sportfjöðrun. 

Nýr Kia Optima hefur fengið þó nokkra andlitslyftingu. Optima er í boði í þremur útfærslum sem eru allar með 1,7 lítra dísilvélum sem skila 136 hestöflum. Hann verður bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur í EX útfærslu og þá verður hann einnig í boði í Premium útgáfu sem er afar vel búinn bíll. Sá er með Panorama þaki, bakkmyndavél, LED ljósum að framan og aftan, 18 tommu álfelgum, LCD mælaborði og leðursætum svo eitthvað sé nefnt. 

Stikkorð: Bílar