*

Bílar 1. júní 2014

Sportlegur og sprækur kúbakur

Volkswagen CC hefur vakið athygli á götunum fyrir mjög sportlegt útlit enda ekki algengt að sjá fjögurra dyra coupe bíl eða kúbak.

Bílar með coupe lagi eða kúbak-lagi eru iðulega tveggja dyra og mjög sportlegir og það síðarnefnda á sannarlega við um þennan bíl. CC stendur fyrir Comfort Coupé en þessi bíll kom fyrst á markað árið 2008. Þá hét hann VW Passat CC en þýski bílaframleiðandinn ákvað að kasta burt Passat-nafninu og aðgreina hann þannig betur frá bróður sínum. Það er mjög margt líkt með þessum bíl og Passat nema að kúbakshönnunin gerir hann mun sportlegri í útliti að öllu leyti og er auk þess örlítið lengri og breiðari bíll en hinn annars ágæti Passat.

Sportlegir aksturseiginleikar
Reynsluakstursbíllinn var með tveggja lítra og 140 hestafla dísilvél,  einnig má fá 177 hestafla dísilvél með sama sprengirými. Sú vél er reyndar eyðslugrennri og mengar minna sem er afar sérstakt. Aksturinn með þessari minni dísilvél er alveg prýðilegur og hún er merkilega spræk. Bíllinn er mjög sportlegur í akstri eins og í útliti. Bíllinn liggur neðarlega á vegi og það má t.d. fara hratt í beygjur án þess að beri á undirstýringu. Ég var mest hissa að reka hann undir einhvers staðar en það slapp fyrir horn.

Stikkorð: Bílar