*

Bílar 29. september 2014

Sportútgáfa af Peugeot 308

Franski bílaframleiðandinn Peugeot ætlar að koma fram með sportútgáfu af 308 bílnum.

Franski bílaframleiðandinn Peugeot ætlar að koma fram með sportútgáfu af 308 bílnum vinsæla. Nýi bíllinn mun einfaldlega bera nafnið Peugeot 308 GT. Hann verður með 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem fær þó aukakraft og mun skila 202 hestöflum. Nýi 308 GT bíllinn á að rjúka úr kyrrstöðu í hundraðið á 7,5 sekúndum.

Bíllinn verður lægri en hefðbundinn 308 bíll, með stífari fjöðrun, stærri bremsum og sportlegri innréttingu. Peugeot 308 GT verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði.

Stikkorð: Peugeot 308