*

Bílar 13. október 2014

Sprækur sportjeppi

Nýr Nissan Qashqai kemur skemmtilega á óvart bæði hvað varðar hönnun og akstureiginleika.

Róbert Róbertsson

Nissan hóf framleiðslu á Qashqai bíl árið 2007 og varð hann fljótlega vinsæll enda um prýðilegan bíl að ræða. Nýja kynslóð sportjeppans bætir um betur og er bæði fallegri og sportlegri en forverinn. Hann hefur þegar verið kosinn Bíll ársins hjá What Car? og varð í efsta sæti í flokki jeppa og jepplinga í vali á Bíl ársins 2015 á Íslandi nú á dögunum.

Prýðilegur í akstri

Sportjeppinn kemur í nokkrum útfærslum sem eru misdýrar og misvel búnar. Reynsluakstursbíllinn var í svokallaðri Acenta útfærslu og beinskiptur með fjórhjóladrifi. Qashqai er prýðilegur akstursbíll hvort sem ekið var á bundnu eða óbundnu slitlagi. Sportjeppinn er raunar betri en ég átti von á. Ég leyfi mér að segja að þetta sé besti Nissan jepplingur sem ég ekið. Þar spilar 1,6 lítra dísilvélin stóra rullu en hún er þrælspræk miðað við að hestöflin eru aðeins 130. Þá kemur verulega á óvart hvað hún togaði eða alls 320 Nm sem prýðilegt. Fjöðrunin er góð og þokkalega stíf í beygjum.

Nánar er fjallað um málið í Bílablaðinu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Nissan Quasqai