*

Hitt og þetta 12. júlí 2005

Sprenging í sölu á IP-símkerfum

Samkvæmt nýrri alþjóðlegri könnun er gífurlegur vöxtur í IP-símatækni um þessar mundir en fyrir ári voru áskrifendur að IP-símaþjónustu 5 milljónir talsins en eru nú orðnir 11 milljónir. VoIP eða Voice over IP hefur þannig rúmlega tvöfaldast á einu ári. Í tölum breska fyrirtækisins Point Topic sem gerði könnun eru ótaldir einstaklingar sem nota hugbúnaðinn Skype eða VoiceGlo og tala saman milli tölva. Þess má geta að Skype-notendur eru sagðir vera 35 milljónir.

Stærsti markaðurinn fyrir IP símatæknina er í Japan en þar eru 7, 2 milljónir notenda, Bandaríkjamenn eru í 2. sæti með 2,1 milljón notenda en í Evrópu er flesta notendur að finna í Frakklandi, 1.2 milljónir talsins.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is