*

Tíska og hönnun 6. september 2013

Staðsetningin milljarða virði

Á guðdómlegum stað við Frönsku rivíeruna stendur fallegt hús.

Í afgirtu hverfi við Frönsku rivíeruna stendur fallegt hús sem var að koma á sölu. 

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og snúa þau öll út að hafinu með verönd. Út úr stofunni er hægt að ganga beint út á verönd og horfa yfir Cannesflóann. Sundlaug stendur á fallegum stað fyrir neðan húsið og við hlið hennar er lítið hús með gufubaði. Frá eigninni er hægt að komast auðveldlega niður á ströndina. Á lóðinni er einnig 52 fermetra íbúð.

Húsið er 350 fermetrar og innréttingarnar eru heldur einfaldar í ljósi þess að eignin kostar 1,2 milljarða króna. En ætli staðsetningin hafi eitthvað með verðið að gera.