*

Bílar 28. september 2014

Stærri og rúmbetri Suzuki SX4

Meðal nýrra bíla inn á jepplingamarkaðinn er alveg ný gerð Suzuki SX4 S-Cross sem hér er til umfjöllunar.

Fyrirferðarlítill á vegi en rúmgóður að innan, nútímalegar útlínur, nýtt drifkerfi, hlaðinn búnaði og á lægra verði en keppinautarnir. Þetta hlýtur að vera uppskrift að bíl sem fellur í kramið. Þegar svo við bætist lagleg innrétting, þægilegt innstig og sætastaða fyrir utan sparneytnar vélar staldrar maður eiginlega við. Bíllinn sem hér um ræðir er Suzuki SX4 SCross og er byggður á grunni hins vinsæla SX4 en er talsvert stærri og rúmbetri. Í raun er um nýjan bíl frá grunni að ræða í flokki svokallaðra blendinga. Hér hefur þessi bílgerð einfaldlega verið kölluð jepplingur.

Suzuki hyggur á talsverða markaðssókn og kynnir fjölda nýrra bíla á næstu árum. Á Íslandi hefur hann þó jafnan haft trausta fótfestu enda Suzuki sérfræðingur í fjórhjóladrifsbílum sem er driftækni sem hentar vel á norðlægum slóðum. SX4 S-Cross er hins vegar blanda af fjórhjóladrifnum jepplingi og fólksbíl – nákvæmlega sú bílgerð sem hentar mörgum hér á landi þar sem allra veðra er von.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Suzuki SX4