*

Hitt og þetta 16. desember 2013

Stærsta jólabúð í heimi

Í smábænum Frankenmuth í Michigan í Bandaríkjunum er stærsta jólabúð í heimi.

Búðin Bronner´s er ekki fyrir þá sem þola illa jólin og allt sem þeim fylgir. Hún nær yfir 27 ekrur og er stærsta jólabúð í heimi.

Búðin er í smábænum Frankenmuth í Michigan í Bandaríkjunum. Bærinn hefur jafnan verið kallaður „Litla Bavaria“ en í bænum eru hestakerrur og þýskur bjór í boði fyrir alla sem vilja.

Bærinn er mjög vinsæll ferðamannastaður vegna Bronner´s en yfir 2 milljónir manna heimsækja bæinn á hverju ári til að kíkja í búðina. Bronner´s var stofnuð 1945 af Wally Bronner sem fékk viðurnefnið Hr. Jól eða Mr. Christmas.

Í búðinni eru yfir 50 þúsund tegundir af jólaskrauti og gjafavöru. Á hverju ári seljast um 600 þúsund skraut úr gleri á jólatré og 150 þúsund póstkort. Jólaseríurnar sem lýsa upp búðina eru ekki fáar en daglegur rafmagnsreikningur er 900 dalir eða rúmlega 100 þúsund krónur.

The Guardian fjallar um málið hér.

Stikkorð: Jólaspól  • Bronner´s