*

Hitt og þetta 14. nóvember 2017

Stærsta verslun Rúmfatalagersins opnuð

Fjöldi fólks lagði leið sína á Bíldshöfðann til að kíkja á nýju verslunina.

Stærsta verslun Rúmfatalagersins var opnuð með pomp og pragt síðast liðinn laugardag á Bíldshöfða 20. Fjöldi fólks lagði leið sína á Bíldshöfðann til að kíkja á nýju verslunina en boðið var upp á góð opnunartilboð sem og jólavörur sem komnar voru í hillurnar. Fyrstu 150 gestirnir fengu sérstakan gjafapoka en 15 gjafapokarnir innihéldu 30 þúsund króna gjafabréf.

,,Það var gaman að sjá hversu margir mættu til okkar á laugardaginn en við vorum með mörg mjög góð opnunartilboð alla helgina. Þetta var mikið stuð og skemmtileg stemmning í versluninni. Það er líka sérlega skemmtilegur tími þegar jólavertíðin er að hefjast. Við dettum nánast beint í jólavertíðina með opnuninni," segir Ívar Þórður Ívarsson, verslunarsjóri Rúmfatalagersins á Bíldshöfða. Hann segist mjög spenntur fyrir næstu vikum. ,,Við verðum með jólastemmningu, fallega skreytt borð og margt fleira. Við verðum með skemmtilega nýjung í þessari verslun sem er lítil Rúmfatalagersísbúð en að öðru leyti verður boðið upp á hefðbundið vöurúrval," segir Ívar.

 

 

Fyrstu 150 gestirnir fengu sérstakan gjafapoka en 15 gjafapokarnir innihéldu 30 þúsund króna gjafabréf.