*

Tölvur & tækni 24. apríl 2014

Stærsti „minnislykill“ á Íslandi?

Tuttugu ára gamall harður diskur fannst á dögunum við undirbúning 50 ára afmælis stórtölvu IBM.

All stór harður diskur, sem var með 3,78 gígabæta gagnamagn, kom í ljós á dögunum þegar undirbúningur fyrir 50 ára afmæli IBM stórtölvunnar var í undirbúningi hjá Nýherja. Er greint frá þessu í frétt á vefsíðu fyrirtækisins.

Diskurinn er úr hátt í 30 ára gamalli diskastæðu, IBM 3380 Módel K, sem kom á markað árið 1987. Diskurinn er hins vegar aðeins yngri því elstu starfsmenn hjá Nýherja telja hann ríflega 20 ára gamlan.

Þegar diskurinn var dreginn fram voru hins vegar ýmsir í Nýherja fljótir að bera hann saman við minnislykil í gamansömum tón, en nýjustu minnislyklar eru talsvert stærri en gamli harði diskurinn í IBM 3380 K. Litli minnislykilinn sem haldið er á til samanburðar á myndinni er 8 gígabæt.

Stikkorð: Nýherji