*

Tölvur & tækni 23. júlí 2013

Stærsti skjárinn hingað til

Nokia Lumia 625 er með stærsta skjáinn hingað til. Mögulegt er að hala niður 165 þúsund smáforritum með símanum.

Jón Hákon Halldórsson

Nokia hefur sett á markað nýjan síma með stærsta skjánum hingað til. Síminn heitir Nokia Lumia 625. Hann er með 4,7 tommu skjá og með 4G neti. Stýrikerfið er nýjasta útgáfan af Windows Phone 8. Með því er hægt að hala niður 165 þúsund smáforritum, eða öppum eins og það er kallað. 

Með stærsta snjallsímaskjánum í dag er Nokia Lumia rakið dæmi um það hvernig Nokia framleiðandinn ætlar að vera leiðandi í því að kynna nýjungar inn á markaðinn á margvíslegu verði, segir Jo Harlow, aðstoðarforstjóri Nokia, í fréttatilkynningu sem vísað er til á danska viðskiptavefnum epn.dk. 

Stikkorð: Jo Harlow  • snjallsími  • nokia lumia