*

Hitt og þetta 14. október 2013

Stakk lögguna af til að geta klárað hamborgarann

Randall Miller ákvað að stinga lögregluna af þegar hún reyndi að stöðva hann fyrir ölvunarakstur.

Randall Miller, ölóður ökumaður í Ohio, er ekki að eiga góðan meistaramánuð. Hann hefur verið handtekinn fyrir að aka ölvaður og stinga lögregluna af. Þetta er svo sem ekki stórfrétt út af fyrir sig en skýring hans á því hvers vegna hann stakk lögregluna af vakti athygli. 

Miller gaf allt í botn og reyndi að stinga af því hann langaði svo mikið til að klára Big Mac hamborgarann sinn sem hann var í óðaönn að graðga í sig þegar lögreglan hóf eftirförina. 

Miller viðurkenndi að hafa drukkið tíu til fimmtán bjóra fyrr um kvöldið og fannst bjór í bílnum við leit þegar lögreglunni tókst loks að stöðva för Millers. Hann viðurkenndi einnig fyrir lögreglu að átið hafi ekki verið þess virði eftir allt saman.

The Gawker segir frá þessu gasalega máli hér

Stikkorð: Lögreglan  • Hættulegt  • Ölvun  • Glæfraspil
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is