*

Híbýli 23. febrúar 2021

Stallone vill 17 milljarða fyrir villuna

Rocky leikarinn hyggst selja 1950 fermetra villuna sína sem hann hefur búið í síðan 1998.

Leikarinn Sylvester Stallone hefur sett 1950 fermetra villuna sína á sölu fyrir 130 milljónir dollara, sem jafngildir um 16,7 milljörðum krónum. Stallone og eiginkona hans Jennifer Flavin hafa átt fasteignina síðan 1998. Árlegur fasteignaskattur eignarinnar er umfram 125.000 dollara. Myndir af villunni má finna á hjá LA Times, Mansion Global og Robb Report

Í villunni eru átta svefnherbergi, tólf baðherbergi og nýuppgert eldhús sem inniheldur tvær eyjar. Á lóðinni er einnig að finna tveggja hæða gestahús. Á skrifstofu kappans er síðan að finna gífurlegt magn af minjagripum úr Rocky myndunum. Svo má finna styttu af af Rocky sjálfum í fullri líkamsstærð við sundlaugina. Bílakjallari villunnar rúmar átta bíla ásamt listastúdíó. 

Lóðin, sem er 3,5 ekrur að stærð, er staðsett í North Beverly Park, einu dýrasta og einangraða svæði Los Angeles. Aðrir þekktir aðilar sem búa á svæðinu eru Denzel Washington, Eddy Murphy, Mark Wahlberg, Magic Johnson og Justin Bieber.  

Stikkorð: Rocky  • Sylvester Stallone