*

Veiði 2. nóvember 2013

Stangveiðin veltir 17-18 milljörðum króna

Stangveiðin skapar töluverðar tekjur fyrir þjóðfélagið og skiptir miklu máli fyrir búsetu víða í sveitum landsins.

Trausti Hafliðason

„Ég myndi segja að 17 til 18 milljarðar væru eitthvað sem menn ættu að geta horft á sem alveg örugglega raunveruleg efnahagsáhrif,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Hann telur matið varlegt.

Sem atvinnugrein skilar stangveiði verðmætum ferðamönnum til landsins. Vöxtur greinarinnar er hins vegar þeim annmörkum háður að lax- og silungsveiði eru takmörkuð auðlind að því leyti að árlega er bara ákveðinn fjöldi stanga í boði. Það má hins vegar ekki líta fram hjá því að hafbeitarár, laxveiðiár þar sem lítill eða enginn náttúrulegur laxveiðistofn hefur verið og seiðasleppingar halda uppi veiðinni, hafa stækkað markaðinn þónokkuð undanfarin ár.

Dæmi um hafbeitarár eru Ytri- Rangá og Eystri-Rangá.

Í raun er erfitt að meta nákvæm- lega efnahagsleg áhrif stangaveið- innar hérlendis því eina úttektin sem gerð hefur verið er skýrsla sem Hagfræðistofnun vann árið 2004 og bar heitið „Lax- og silungsveiði á Íslandi - Efnahagsleg áhrif“. Samkvæmt skýrslunni, sem var unnin fyrir Landssamband veiðifélaga, var heildarveltan metin á 9,1 milljarð króna árið 2004.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.