*

Veiði 31. mars 2013

Stangveiðitímabili byrjar á morgun

Fjölmargar ár og stöðuvötn opna fyrir veiði á morgun. Það er ekkert aprílgabb.

Veiðin byrjar á morgun  Stangveiðitímabilið hefst á morgun, mánudaginn 1. apríl, þegar fjölmargar ár munu opna.   

Þannig má nefna ár eins og Tungufljót, Tungulæk, Geirlandsá, Húseyjarkvísl, Litluá, Varmá og fleiri þar sem sjóbirtingurinn er í fyrirrúmi.

Þá byrja veiðimenn að kasta fyrir silungi í Soginu, Brúará eða í stöðuvötnum víðs vegar um land.

Að venju er stór hópur veiðimanna sem heldur til veiða um leið og svæðin opna. Þá er ekkert eftir nema að óska veiðimönnum góðs gengis og vona að þeir hlaupi ekki fyrsta dag aprílmánaðar þó svo að sögurnar af veiðunum jaðri stundum við að vera hálfgert gabb.

Stikkorð: Stangveiði