*

Hitt og þetta 18. október 2013

Star Wars borgin að drukkna í sandi

Ef fólk vill heimsækja sandborgina sem var sögusvið Star Wars myndanna þá er tíminn að renna út.

Djúpt inni í eyðimörk Túnis er yfirgefin borg og allt umhverfið lítur út fyrir að vera úr öðrum heimi. Sem er að hluta til ástæða þess að George Lucas valdi svæðið sem sögusvið fyrir Star Wars kvikmyndirnar. En borgin er að drukkna í sandi svo ef fólk vill sjá sögusviðið með berum augum þá er tíminn að renna út. 

Hluta úr eyðimörkinni var breytt í Tatooine, plánetuna með tvíbura sólunum þar sem Anakin Skywalker, Darth Vader, fæddist. Á svæðinu eru 20 byggingar norðvestur af borginni Tozeur og er svæðið mekka alvöru aðdáenda Stjörnustríðskvikmyndanna.

Eftir að tökum lauk árið 2003 hafa sandöldur umkringt byggingarnar og smátt og smátt hleðst sandurinn ofan á þær. Talið er að um fjórir sentimetrar af sandi bætist ofan á byggingarnar á hverjum degi.

Fólk er því hvatt til að koma og sjá borgina í sandinum sem fyrst, áður en hún hverfur að eilífu. CNN fjallar um málið á vefsíðu sinni í dag

 

 

 

 

 

Stikkorð: Star Wars