*

Menning & listir 11. júní 2018

Star Wars skilar tapi í fyrsta sinn

Star Wars myndin: „Solo: A Star Wars Story" verður líklega fyrsta Star Wars myndin til að skila tapi.

Star Wars myndin: „Solo: A Star Wars Story" er fyrsta Star Wars myndin til að skila tapi. Þetta kemur fram á vef Hypebeast.

Myndin sem er jafnframt dýrasta Star Wars mynd sem gerð hefur verið kostaði 250 milljónir bandaríkjadollara. Greiningaraðilar á Wall Street segja að myndin muni líklega skila tapi upp á 50 milljónir bandaríkjadala og verður því fyrsta Star Wars myndin til að skila tapi. 

Greinendur telja að ástæðan fyrir þessu sé léleg markaðssetning. Sem dæmi kom trailer myndarinnar ekki út fyrr en þremur mánuðum áður en að myndin var frumsýnd. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is