*

Ferðalög & útivist 15. nóvember 2013

Starbucks í fyrsta sinn um borð í lest

Búið er að innrétta heilan lestarvagn undir kaffihúsið Starbucks í áætlunarlest í Sviss.

Þeir sem ferðast reglulega með lest á milli flugvallarins í Genf og St. Gallen í Sviss eiga von á góðu því Starbucks mun innan tíðar opna um borð í lestinni. Frá og með 21. nóvember verður heill vagn lagður undir kaffihúsið.

Allt sem fæst á venjulegum Starbucks mun fást um borð í vagninum sem verður á tveimur hæðum. Um fimmtíu farþegar geta setið þar og notið veitinganna en innréttingar verða úr viði og sætin úr leðri. Á efri hæðinni verður hægt að standa við barinn og sitja við borð á meðan neðri hæðin verður meira eins og setustofa. Allir um borð!

Hér má lesa nánar um málið. 

Stikkorð: Starbucks  • Lest  • Kaffi  • lestarferðir