*

Heilsa 19. september 2015

„Starfmaðurinn er auðlind hvers fyrirtækis“

Starfsmenn eru ekki bara fjarverandi vegna veikinda. Fjarvera getur líka verið notkun samfélagsmiðla og síma á vinnutíma.

Ásta Andrésdóttir

Heilsu- og hugræktarfrumkvöðullinn Guðni Gunnarsson opnar senn nýtt Rope Yoga setur í Garðabæ. Auk líkamsræktar verða í boði ýmis námskeið, meðal annars fyrirtækjaráðgjöf, sem hann telur brýna, enda sé starfsmaðurinn auðlind hvers fyrirtækis.

Guðna er ef til vill óþarft að kynna. Ferill hans á sviði heilsuræktar nær yfir 30 ár og var hann fyrsti einkaþjálfarinn á Íslandi. Hann þróaði einnig Rope Yoga velsældarkerfið og æfingastöðina. Senn opnar hann nýtt Rope Yoga setur í heimabæ sínum, Garðabæ þar sem hann mun sinna að auki lífsráðgjöf og námskeiða- og fyrirlestrahaldi. Þar á meðal er nýtt kerfi sem hann hefur hannað og kýs að kalla Corporate Wellness.

„Hér er á ferðinni tækifæri til að hámarka afköst og vellíðan á vinnustað, sniðið út frá þeirri skoðun minni að starfsmaðurinn sé auðlind fyrirtækisins," segir Guðni.  „Ef hann fær ekki að vaxa og dafna gerir fyrirtækið það ekki heldur. Fjarvera er nefnilega ekki bara veikindi. Fjarvera er líka notkun samfélagsmiðla og síma á vinnutíma — afskipti af eigin tilvist og lífi. Ég er að tala um vitundina, að vera til staðar, og ég vil vekja einstaklinga til ábyrgðar. Framlag okkar til vinnustaðarins – og þannig til okkar sjálfra — er gríðarlega mikilvægt. Að sama skapi er mikilvægt að fyrirtæki leyfi starfsmanni að vaxa og dafna, taka þessa ábyr

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.