*

Jólin 19. desember 2017

Starfsfólk N1 gaf ríflega 100 flíkur

Guðrún María Gísladóttir, vörustjóri vinnufata hjá N1, afhenti Þóri Guðmundssyni, forstöðumanni Rauða krossins í Reykjavík, fatagjöf.

Desember er tími samhyggju og aðstoðar og í kuldanum veitir ekki af hlýjum fatnaði. Með þetta í huga ákvað starfsfólk N1 að afhenda Rauða krossinum fatagjöf sem nú hefur verið afhent. Guðrún María Gísladóttir, vörustjóri vinnufata hjá N1, afhenti Þóri Guðmundssyni, forstöðumanni Rauða krossins í Reykjavík, fatagjöf sem innifól hlýjan undirfatnað, rúmlega hundrað flíkur sem ætlaðar eru fyrir þá sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar.

Frú Ragnheiður – skaðaminnkun, er verkefni á vegum Rauða krossins í Reykjavík sem hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, sex kvöld í viku. Í Frú Ragnheiði er annars vegar starfrækt hjúkrunarmóttaka þar sem einstaklingar geta komið og fengið heilbrigðisaðstoð eins og aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu, saumatöku og almenna heilsufarsráðgjöf. 

Stærsti einstaki faghópur sjálfboðaliða eru hjúkrunarfræðingar en einnig eru í hópnum læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumiklir einstaklingar.

Við vonum svo sannarlega að fatnaðurinn koma að góðum notum,"segir Guðrún.