*

Hitt og þetta 23. október 2013

Starfsmaður Hvíta hússins rekinn fyrir rætið Twitter

Jofi Joseph hrelldi samstarfsfólk sitt í Hvíta húsinu með nafnlausum tístum á samfélagsmiðlinum Twitter. En upp komst um allt og Jofi var rekinn.

Jofi Joseph, fyrrverandi starfsmaður í Hvíta húsinu, var rekinn með skömm í síðustu viku þegar upp komst að hann hafði skrifað á Twitter undir dulnefni.

Sem @natsecwonk á Twitter hamaðist hann í samstarfsfólki sínu og þá aðallega í starfsfólki utanríkis- og öryggismálanefndar. Tístin voru rætin og gagnrýnin. Hann gerði grín að makavali háttsettra starfsmanna, útliti, gáfum og gagnrýndi einnig Barack Obama Bandaríkjaforseta.

En það var ekki bara starfsfólk Hvíta hússins sem fékk að kenna á @natsecwonk. Hann skrifaði eftirfarandi tíst um Söru Palin, fyrrverandi ríkisstjóra í Alaska og fyrrverandi forsetaframbjóðanda: „Jæja, hvenær mun einhver gera okkur þann greiða að losa okkur við Söru Palin og hennar hvíta rusl fjölskyldu? Þvílíkt og annað eins gagnslaust rusl.“

Hér á Gawker má lesa nánar um þetta Twitter hneyksli í Hvíta húsinu og lesa fleiri rætin tíst frá Jofi Joseph.

Stikkorð: Hvíta húsið  • Jofi Joseph