*

Matur og vín 16. maí 2014

Stefán bestur í Bragði Frakklands

Stefán Elí Stefánsson fær í verðlaun ferð á Bocuse d'Or í Frakklandi.

Stefán Elí Stefánsson, matreiðslumeistar í Perlunni, bar sigur úr býtum í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands 2014. Keppnin var haldinn í Gallery Restaurant Hótel Holt í Reykjavík á miðvikudag. Ekki var tilkynnt um úrslitin fyrr en í gærkvöldi. Stefán fær að launum ferð á Bocuse d'Or í Frakklandi í janúar á næsta ári og vikudvöl á Michelin veitingastað ytra.

Þrír íslenskir matreiðslumenn kepptust um það í keppninn hverjum þeirra tækist best að bræða saman íslenska og franska matargerðarlist.

Í öðru sæti varð Jónas Oddur Björnsson, matreiðslumaður á Vox, og Óli Már Erlingsson, matreiðslumaður á Fiskfélaginu, í þriðja sæti.