*

Bílar 15. desember 2021

Stefna á 3,5 milljón rafbíla 2030

Toyota og lúxusmerki þess Lexus stefna á að selja 3,5 milljónir rafmagnsbíla árlega ekki seinna en árið 2030.

Róbert Róbertsson

Framtíðaráform Toyota og Lexus í framleiðslu á rafmagnsbílum voru kynnt á blaðamannafundi í gærmorgun.

Helstu tíðindin eru þau að von er á 30 rafmagnsbílum fyrir 2030 og það sem vakti sérstaka athygli er að nokkrir bílar sem eru væntanlegir eru í bZ línu Toyota voru sýndir í fyrsta sinn ásamt öðrum væntanlegum rafmagnsbílum. Toyota og lúxumerki þess Lexus stefna að því að árið 2030 verði árleg sala fyrirtækisins á rafmagnsbílum komin í 3,5 milljónir bíla.

„Fyrsta módelið í þessari línu er bZ4X sem við kynntum nýverið. Hann var þróaður í samstarfi við Subaru sem gerði okkur mögulegt að nýta mýktina og hreyfanleikann, auk þess sem akstursgetan er eins og í hefðbundnum jeppling," sagði forseti Toyota Akio Toyoda á blaðamannafundinum í gærmorgun.

Stikkorð: Toyota  • Lexus