*

Heilsa 10. ágúst 2014

Stefnir á hálfmaraþon

Framkvæmdastjóri SA segir öllu máli skipta að hreyfa sig því þá verði maður skýrari í kollinum.

„Ég hleyp reglulega, svona 5-15 kílómetra vegalengdir eftir því hverju ég nenni. Ég reyni að hlaupa tvisvar til þrisvar í viku. Síðan fer ég í golf öðru hverju og geng á fjöll. Á veturna er ég í hefðbundnum strákafótbolta tvisvar í viku, fer í ræktina og á skíði,“ segir Þorsteinn.

Hann hefur tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu undanfarin fjögur ár og stefnir á að hlaupa hálfmaraþon í sumar. „Ég er tiltölulega nýbyrjaður að hlaupa. Ég geri þetta meira til gamans en nokkuð annað. Það skiptir öllu máli að hreyfa sig og maður verður miklu skýrari í kollinum.“