*

Ferðalög 17. október 2013

Stefnt að því að gera öryggiseftirlit flugvalla huggulegra

Pastellitaðir veggir, róandi tónlist og upplýsingaflæði. Svona getur öryggiseftirlitið á flugvöllum orðið innan tíðar.

Einkafyrirtæki hefur hafið samstarf við flugvelli í Bandaríkjunum með það fyrir augum að gera öryggiseftirlit flugvalla að huggulegri upplifun.

Flestir eru sammála um að öryggisleitin í flugvöllum er oftast súrasti staðurinn á flugvellinum. Grár litur er allsráðandi, örfáir bekkir úr stáli og sterkt flúorljós í loftum. Og langar, langar biðraðir af þreyttum ferðalöngum.

SecurityPoint Media og alþjóðaflugvöllurinn í Dallas opnuðu á sunnudaginn fyrsta öryggiseftirlitssvæðið þar sem markmiðið er að veita fólki ljúfari upplifun og meiri þægindi en áður.

Þar sem röðin byrjar má finna huggulega setustofu með leðursófum og stólum þar sem fólk getur hvílt sig og sett lappir upp í loft. Hugguleg tónlist er spiluð í hátalarkerfinu sem er sama tónlist og er spiluð í anddyrum Marriott hótela. Í þetta sama hátalarakerfi koma síðan fram leiðbeiningar um að fara úr skóm og taka tölvur úr töskum þegar fólk nálgast færibandið.

Veggirnir eru málaðir í pastellitum og lýsingin er hönnuð til að hressa fólk við. Uppi á veggjunum má sjá sjónvarpsskjái sem birta auglýsingar, skilaboð til farþega frá flugvellinum og hvað langt sé eftir af biðinni í röðinni miðað við hvar þú ert staðsettur.

Eftir svona huggulegheit eru sennilega aðeins minni líkur á berserksgangi í flugvélinni, límbandi og hauspoka.

Lesa má nánar um málið hér á The Wall Street Journal.