*

Menning & listir 23. nóvember 2013

Steinar Bragi: Trú mín á drauga galopin og auðmjúk

Reimleikar í Reykjavík er komin út. Í bókinni má finna samansafn af helstu draugasögum borgarinnar.

„Trú mín á drauga er galopin og auðmjúk. Ég er sannfærður um að tilvist þeirra verði hvorki neitað né játað með vísindalegum aðferðum og að heilmargt leynist í veröldinni sem skynfæri okkar ná ekki utan um. Ég hef sjálfur enga reynslu af draugum, sem gerir mig þeim mun forvitnari um fyrirbærið,“ segir Steinar Bragi, höfundur bókarinnar Reimleikar í Reykjavík sem kom út á dögunum.

Bókin er samansafn af helstu (sönnu) draugasögum borgarinnar, áður óbirtum á bók. Hún er byggð á viðtölum við núlifandi Íslendinga, ríkulega myndskreytt og með sögulegan fróðleik í bland. „Reimleikar í Reykjavík er fyrir alla sem hafa orðið andvaka, óttast spegla, eru taugaspenntir á sunnudögum. Eða leiðist.“

Steinar Bragi er í viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins þar sem hann ræðir um hvort allir geti séð drauga sem vilja og hvernig áhrif bókarskrifin höfðu á hann. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.