*

Bílar 30. september 2012

Stelpurnar hjá ítölsku bílaframleiðendunum djarfar

Klæðnaður sumra kvenna á bílasýningunni í París vekur eftirtekt og undrun.

Á bílasýningunni í París sem nú stendur yfir sést greinilegur munur á menningu landa bílaframleiðenda.

Hjá flestum bílaframleiðendum á sýningunni starfar fólk sem veitir ýmsar upplýsingar um sýningarbásana og bílanna á þeim. Í flestum tilfellum eru þetta ungar konur.

Ítalskir bílaframleiðendur skera sig mjög úr. Líkleg sjón í þeirra básum er stúlkurnar séu klæddar kjólum sem helst sjást í næturklúbbum.

Reyndar er svipaður stíll hjá stúlkunum hjá bandaríska bílaframleiðandanum Jeep, sem eru í eigu Chrysler, sem aftur er að stærstum hluta í eigu ítalska Fiat. 

Þessi var að kynna Fiat Panda.

Rétt eins og þessi. 

Ítalski Lancia var fremur klassískur í fatavali.

Hér má sjá að Bridgestone dekkjaframleiðandinn fetar í fótspor ítalanna. Einn fárra.

Stelpurnar hjá Mercedes Benz í klassískum drögtum.