*

Hitt og þetta 10. apríl 2014

Stephen Colbert tekur við af Letterman

Stephen Colbert mun sjá um spjallþætti á CBS sjónvarpsstöðinni á kvöldin í stað Davids Letterman.

Stjórnendur CBS sjónvarpsstöðvarinnar hafa ákveðið að Stephen Colbert muni taka við af David Letterman sem umsjónarmaður „The Late Show“ og mun þannig bera ábyrgð á kvöldsjónvarpi stöðvarinnar sem er jafnframt flaggskip stöðvarinnar. 

Ákvörðunin um ráðningu Colberts er tekin um það bil viku eftir að Letterman tilkynnti í upptöku á þætti hans að hann myndi hætta með sjónvarpsþáttinn. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þættir Colberts hefjast.