*

Heilsa 30. október 2013

Sterar geta haft áhrif í áratug eftir notkun

Íþróttamenn sem hafa einhvern tíma notað stera geta fundið fyrir áhrifum þeirra í áratug eftir notkun.

Í nýrri rannsókn kemur fram að áhrif stera geta varað í heilan áratug eftir notkun. Í rannsókninni voru mýs, sem fengu stera, rannsakaðar síðar á lífsleiðinni. Þá kom í ljós að vöxtur vöðva var enn verulegur. Þetta kemur fram hjá BBC í dag.

Vísindamennirnir, sem birtu niðurstöðurnar í Journal of Physiology, sögðu að ef svipaðar niðurstöður kæmu fram í manneskjum, þyrfti sennilega að breyta reglum um steranotkun íþróttamanna á þann veg að viðurlög væru ævilangt bann. 

Stikkorð: Íþróttir  • Sterar
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is