*

Hitt og þetta 6. september 2013

Jobs undirbýr fyrsta sjónvarpsviðtalið

Steve Jobs var ansi stressaður í fyrsta sjónvarpsviðtali sínu árið 1978

Í dag hefur gengið um á veraldarvefnum myndskeið af Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra Apple, frá árinu 1978. Þar er hann að undirbúa sig fyrir sjónvarpsviðtal fyrir sjónvarpsstöð í San Fransisco. Myndskeiðið hefur verið á vefnum í mörg ár en í ljósi þess að það er gúrka ákvað vefurinn Time Tech að birta myndina aftur. 

Ekki eru til myndir af viðtalinu sjálfu heldur bara undirbúningi þess. Fullyrt er að þetta sé í fyrsta sinn sem Jobs kemur fram í sjónvarpi og hann er augljóslega stressaður fyrir viðtalið. 

Time Tech bendir á að það sé við hæfi að birta þessar myndir í ljósi þess að það er föstudagur og flestir launþegar að bíða eftir því að yfirmaður þeirra yfirgefi vinnuna snemma svo þeir geti sjálfir farið heim. Þangað til er hægt að stytta sér stundir í vinnunni við að horfa á Jobs.   

Jobs lést árið 2011.